Ekki verði byggt í fluglínu

Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin framundan.
Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin framundan. mbl.is/Árni Sæberg

Halldór Halldórsson, oddviti borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að borgarfulltrúar flokksins hafi á fundi með Brynjari Harðarsyni, framkvæmdastjóra Valsmanna hf., sagt að sjónarmiðin varðandi hönnun Hlíðarendareitsins væru áhugaverð.

„Við höfum gert fyrirvara varðandi umferðarmálin og sagt að það þurfi að vinna umferðarlíkan eigi svona mikil byggð að bætast við. Það eru þegar umferðarteppur á þessu svæði á álagstímum,“ segir Halldór í Morgunblaðinu í dag, í tilefni þeirra ummæla Brynjars Harðarsonar í Morgunblaðinu í gær, að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu engar athugasemdir við uppbyggingu Valsmanna hf. á Hlíðarenda og væru henni ekki mótfallnir.

„Það er enginn vafi í okkar huga að þetta gengur ekki á þessum stað í fluglínu þessarar flugbrautar. Það er innaríkisráðherra sem ákveður framtíð flugbrautarinnar og enginn annar. Það er ekki hægt að byggja hverfi í fluglínu flugbrautar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert