Ferðamaður greinist með fyrsta flensutilfellið

Margir fá flensu á haustin.
Margir fá flensu á haustin.

Fyrsta tilfelli inflúensunnar greindist á dögunum þegar ferðamaður veiktist hér á landi.

„Það er oft þannig á haustin að eitt og eitt tilfelli kemur upp hjá ferðamönnum sem eru að koma frá svæðum þar sem inflúensan geisar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og bætir við að ekki sé við því að búast að flensufaraldur hefjist fyrr af þessum sökum, frekar en áður.

Segir hann einnig erfitt að átta sig á því hvað gerir inflúensufaraldrinum kleift að blossa upp hverju sinni en þar geti veðráttan, hitinn og fleira haft áhrif.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert