Flott veður fyrir norðan

Það er flott veður á Akureyri og verður áfram í …
Það er flott veður á Akureyri og verður áfram í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það er heiðskírt á flestum veðurathugunarstöðum Veðurstofu Íslands á Norðausturlandi og útlit fyrir fínt veður þar í dag. Það rignir hins vegar áfram á Suður- og Vesturlandi.

Suðaustan 5-10 m/s. Heldur hægari austlæg átt á morgun. Rigning með köflum eða skúrir sunnan- og vestantil, en léttskýjað að mestu um landið norðaustanvert. Hiti yfirleitt 4 til 10 stig að deginum.

Á fimmtudag:
Fremur hæg austlæg átt. Rigning eða slydda með köflum, einkum suðaustanlands, en úrkomulítið norðan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig að deginum.

Á föstudag:
Vestan og suðvestan 5-10 m/s. Léttir víða til, en skýjað og þurrt að kalla vestantil. Hiti 1 til 6 stig.

Á laugardag:
Vaxandi austan- og suðaustanátt, með slyddu og síðar rigningu. Hlýnandi veður.

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt og skúrir eða slydduél, en léttir til norðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 8 stig.

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir sunnanátt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 4 til 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert