Helmingur hafði fengið höfuðhögg

Í handboltanum gilda engin vettlingatök.
Í handboltanum gilda engin vettlingatök. mbl.is/Styrmir Kári

Um helmingur unglinga sem stunda handknattleik hjá fjórum félögum hefur fengið höfuðhögg sem leitt hefur til heilahristings.

Um helmingur þeirra finnur enn fyrir einkennum þremur mánuðum eftir að höfuðhöggið kom til, að því er segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í BS-lokaverkefni Svövu Daggar Jónsdóttur í sálfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin náði til 64 ungmenna, stráka og stúlkna, á aldrinum 15-18 ára. Að auki náði rannsóknin til 63 foreldra. Öll nema tvö höfuðhögganna flokkuðust sem smávægileg en í slíkum tilvikum var um heilahristing að ræða og ekkert meðvitundar- eða minnisleysi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert