Konan úr einangrun og komin til Akureyrar

Konan dvelur nú í fangelsinu á Akureyri.
Konan dvelur nú í fangelsinu á Akureyri. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson

Lögreglan á Austurlandi hefur óskað eftir að gæsluvarðhald yfir hollenska parinu sem grunað er um stórfellt fíkniefnabrot verði framlengt um tvær vikur.

Konan er ekki lengur í einangrun og hefur verið flutt í fangelsið á Akureyri. Maðurinn dvelur áfram í einangrun í fangelsinu á Litla-Hrauni.

Að sögn Jónasar Wilhelmssonar Jensen, yfirlögregluþjóns á Eskifirði, var tekin skýrsla af parinu síðastliðinn föstudag og í kjölfarið var ákveðið að ekki þætti ástæða til að konan væri lengur í einangrun.

Ekki eru frekari upplýsingar að fá um rannsókn málsins. Gæsluvarðhaldið yfir parinu rennur út í dag.

Frétt mbl.is: Parið yfirheyrt í þessari viku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert