Meðdómarinn ekki vanhæfur

Ásgeir Brynjar Torfason, meðdómari í Marple-málinu.
Ásgeir Brynjar Torfason, meðdómari í Marple-málinu. Hillevi Nagel

Ásgeir Brynjar Torfason, meðdómari í Marple-málinu er ekki talinn vanhæfur til að dæma í málinu samkvæmt úrskurði dómsformanns, Símonar Sigvaldasonar héraðsdómara. Þetta kom fram við uppkvaðningu úrskurðar í dag.

Verjendur þriggja ákærðu og félagsins Marple í málin töldu Ásgeir óhæfan til að dæma í málinu þar sem efi væri um óhlutdrægni hans vegna ummæla sem hann hafði látið falla í aðsendri grein í Fréttablaðinu, setu hans í stjórn félags sem berst gegn spillingu og deilinga og „like“ á samskiptamiðlum.

Símon tók við uppkvaðninguna fram að samkvæmt 192. gr sakamálalaga mæti hann málið þannig að ekki væri hægt að kæra þennan úrskurð til Hæstaréttar, heldur kæmi það til skoðunar eftir atvikum eftir dómsniðurstöðu. Enn er því gert ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp á föstudaginn í málinu.

Í Marple-mál­inu eru Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Kaupþings, ákærð fyr­ir fjár­drátt og umboðssvik. Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, er ákærður fyr­ir hlut­deild í fjár­drætti og umboðssvikum Hreiðars Más og Guðnýj­ar Örnu og Skúli Þorvaldsson er ákærður fyr­ir hylm­ingu.

Verjendur sakborninga í Marple-málinu í héraðsdómi í gær. Þau fóru …
Verjendur sakborninga í Marple-málinu í héraðsdómi í gær. Þau fóru fram á að meðdómara væri vikið frá málinu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert