16 milljarðar í snjóflóðavarnir

Snjóflóðavarnir við Tröllagil Neskaupstað.
Snjóflóðavarnir við Tröllagil Neskaupstað.

Áætla má að um 16 milljörðum króna hafi verið varið til varna gegn ofanflóðum á síðustu 20 árum og víða er vinnu við snjóflóðavarnir lokið.

Annars staðar er vinna á frumstigi og að mati Hafsteins Pálssonar, verkfræðings í umhverfisráðuneytinu og verkefnastjóra Ofanflóðasjóðs, gæti verið eftir að framkvæma fyrir hátt í fyrrnefnda upphæð á næstu árum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hafsteinn að í kjölfar snjóflóðanna á Vestfjörðum hafi allt regluverk verið styrkt, en áður hafi stjórnun verið flókin og ábyrgð óskýr. Uppbygging þekkingar innan Veðurstofunnar hafi verið markviss og meðal ráðgjafa sem hafi á síðustu 20 árum öðlast mikilvæga reynslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert