Börnin eru öll komin í skóla

mbl.is/Rósa Braga

Fimmtán börnum hælisleitenda, sem ekki fengu skólavist vegna mistaka hjá Útlendingastofnun, hefur nú verið tryggð skólavist í þremur sveitarfélögum. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins en greint var frá því nýverið að börnin væru ekki komin í skóla.

Fimmbarnanna eru byrjuð í skóla í Reykjavík. Þrjú hófu nám á föstudaginn og tvö á mánudaginn. Tvær fjölskyldur með samtals sex börn munu fara til Reykjanesbæjar. Eitt þeirra byrjar í skóla á næsta mánudag og hin fimm þegar fundist hefur húsnæði fyrir þau og fjölskyldur þeirra. Fram kemur í fréttinni að vonast sé til þess að það verði í næstu viku. Þá hefji fjögur barnanna skólagöngu í Hafnarfirði á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert