Brotist inn í strætóskýli

Frá vettvangi í morgun
Frá vettvangi í morgun

Það er ekki oft sem hægt er að segja að brotist hafi verið inn í strætóskýli en óprúttnum aðilum tókst engu að síður að gera það í nótt þegar appelsínugulri Þórsmörk úlpu frá 66°Norður var stolið úr strætóskýli utan við tónlistarhúsið Hörpu.

Úlpunni hafði verið komið fyrir í auglýsingaskyni inn í sérstöku gleri í strætóskýlinu en þjófarnir brutu glerið og eyðilögðu eina glerhliðina á strætóskýlinu til að stela úlpunni. Önnur úlpa sem var í sama tilgangi í strætóskýli skammt frá í Lækjargötu var hins vegar látin í friði.

66°Norður hefur áður auglýst með þessum hætti með góðum árangri en Laugavegur regnkápurnar voru hafðar til sýnis í strætóskýlum í borginni fyrr á þessu ári og voru látnar í friði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert