Dæmdur fyrir kynferðislega áreitni

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gagnvart ungri stúlku. Honum er gert að greiða henni 400 þúsund í miskabætur og allan sakarkostnað.

Brotið átti sér stað fyrir tveimur árum en hann hafði boðið stúlkunni far við Laugaveg. Í ákærunni kemur fram að hann hafi áreitt hana kynferðislega í bifreiðinni á meðan bílferðinni stóð. Hann hafi ekið með hana að heimili sínu og þaðan að bílastæði þar sem kyssti stúlkuna og káfaði á lærum hennar og kynfærum utanklæða, káfaði á brjóstum hennar innanklæða og girti niður buxur sínar, lét hana taka um getnaðarlim sinn og ýtti höfði hennar niður í átt að getnaðarlimi hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert