Dæmi um samfélagslega ábyrgð

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fiskveiðistjórnunarkerfið íslenska er tekið fyrir sem dæmi umsamfélagslega ábyrgð í bókinni Corporate Social Performance; Paradoxes, Pitfalls, and Pathways to the Better World sem gefin er út hjá bókforlaginu Information Age Publishing (IAP) í Bandríkjunum. Kaflinn sem um er að ræða er ritaður af þeim Einari Svanssyni lektor og Stefáni Kalmanssyni aðjúnkt við Háskólann á Bifröst.

Þar er íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið tekið sem dæmi „um stjórnun endurnýjanlegra náttúruauðlinda byggt á kenningargrunni um sjálfbærnipýramídann“ en  Samkvæmt þeirri greiningu hefur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið skilað umtalsverðum árangri efnahagslega að mati þeirra Einars og Stefáns. Ennfremur séu vísbendingar í jákvæða átt umhverfislega. Deilur um kerfið hafi fyrst og fremst snúist um félagslega þátt þess líkt og sanngirni, aðgengi og hvert ætti að vera afgjald atvinnugreinarinnar fyrir notkun á auðlindinni.

Þá er bent á mikilvægi þess að jafnvægi verði sem mest í öllum þremur þáttum pýramídans, það er efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum hlutum hans. Þeir Einar og Stefán benda á að huganlega geti aðrar atvinnugreinar, sem byggja tilveru sína á nýtingu endurnýjanlegra auðlinda, dregið lærdóm af reynslunni af íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu, þá bæði jákvæðum og neikvæðum þáttum þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert