Fjárfest fyrir 27 milljarða króna

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heildarfjárfestingar sjávarútvegsfélaga í varanlegum rekstrarfjármunum námu 27 milljörðum króna á síðasta ári og hafa ekki verið meiri frá árinu 2002.

Fjárfestingar í sjávarútvegi hafa meira en tvöfaldast á milli áranna 2013 og 2014. Þetta er meðal þess sem Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi Deloitte, mun fjalla um á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn er í Hörpu í dag.

Í samtali við ViðskiptaMoggann í dag segir hann að fjárfestingar hafi verið rólegar frá hruni enda hafi félögin einbeitt sér mikið að því að borga niður skuldir. „En nú er komið gríðarlegt stökk í fjárfestingarnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert