Íbúar leggjast gegn nýjum skóla

Búið er að segja upp leigusamningi við Hjallastefnuna um aðstöðu á lóð Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð, en þar hefur Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík og leikskólinn Askja starfað frá árinu 2009.

Eru nú uppi hugmyndir þess efnis að starfsemi barnaskólans flytji í Fossvog, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Háskólinn í Reykjavík áformar að ráðast í framkvæmdir á þessu svæði og því blasir það við að færa verður starfsemina. Öll vinna er hins vegar enn á algeru frumstigi,“ segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, og bætir við að starfsemi leikskólans verði að líkindum áfram á því svæði þar sem hún er nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert