„Mér leið bara eins og ég væri þarna“

„Ég er bara rétt í þessu að gerast heimsforeldri vegna þess sem ég sá, þetta snerti svolítið við mér,“ sagði Hrólfur Leó rétt eftir að hann hafði prufað að fara í sýndarveruleika-ferð um Zaatari flóttamannabúðirnar sem boðið er upp á í Kringlunni í dag.

Sidra 12 ára gömul stúlka tekur á móti áhorfandanum þegar gleraugun eru sett upp og hún leiðir áhorfandann í skoðunarferð um búðirnar sem nú eru ein stærsta borg Jórdaníu. Meðal þess sem fyrir augu ber eru innviðir kennslutjalds, krakkar í fótbolta og systkin Sidru á heimili hennar.

Myndin tekur einungis fjórar mínútur og til að horfa á hana þarf sýndarveruleikagleraugu. Í Kringlunni í dag verða fimm gleraugu þannig að nokkrir geta horft á myndina í einu.

Hægt er að kynna sér búðirnar með þessum hætti til kl. 21 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert