Leysir á engan hátt úr ágreiningnum

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands að meirihluta landeiganda Geysissvæðisins hafi verið óheimilt að hefja gjaldtöku á svæðinu þar sem ekki lá fyrir samþykki minnihlutans, íslenska ríkisins. Landeigendur á svæðinu líta svo á að dómurinn leysi á engan hátt úr þeim ágreiningi sem hefur verið milli landeigenda og ríkisins um áratuga skeið.

Fyrri frétt mbl.is: Máttu ekki innheimta gjaldið

Í tilkynningu frá Landeigendafélagi Geysis kemur fram að landeigendur hafi ítrekað leitað eftir samstarfi við ríkið, meðeiganda sinn, um verndun og uppbyggingu svæðisins. Bent er á verðlaunatillögu sem liggur fyrir um hönnun og uppbyggingu svæðisins sem miðar að dreifa álagi og vernda viðkvæma náttúru hverasvæðisins. Landeigendur hafa einnig leitað eftir því semja við Umhverfisstofnun um verndun á náttúru svæðisins sem er einstök á heimsvísu. 

„Allt frumkvæði að framtíðaruppbyggingu Geysissvæðisins hefur komið frá landeigendum og til þess að leiða ágreininginn til lykta hafa landeigendur boðist til að kaupa hlut ríkisins og hafa tryggt fjármögnun kaupanna sem og framkvæmdir í samræmi við fyrrnefnda verðlaunatillögu,“ segir í tilkynningu.     

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert