Með 30 þúsund krónum lægri laun en ritari

Lögreglumenn komu saman við Stjórnarráðið í síðustu viku til að …
Lögreglumenn komu saman við Stjórnarráðið í síðustu viku til að minna stjórnvöld á baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. mbl.is/Styrmir Kári

„Lögreglumenn eru seinþreyttir til vandræða. Þeirra vinna felst oftast í málamiðlun, að stilla til friðar og róa fólk niður. Óprúttið fólk lýgur að lögreglumönnum á hverjum degi. Einhvern veginn virðist það hafa orðið að venju hjá því fólki sem ákvarðar laun lögreglumanna að treysta á það að lögreglumenn verði ekki til vandræða.“

Þannig ritar Runólfur Þórhallsson, aðalvarðstjóri með 26 ára starfsreynslu innan lögreglunnar. Hann bendir á að grunnlaun hans séu 362 þúsund, en þeim hafi hann náð með starfaldurshækkun eftir 13 ár í starfi. Seinni 13 árin í starfi hafi laun hans því ekkert hækkað samkvæmt launatöflu. Til samanburðar bendir hann á að í launakönnun VR komi fram að ritarar séu með meðalgrunnlaun upp á 392 þúsun.

Þarna munar 30 þús á aðalvarðstjóra í lögreglu og almennum ritara. Nú vil ég ekki gera lítið úr störfum ritara en lögreglumenn þurfa víst að gera sitthvað fleira en að rita skýrslur,“ skrifar Runólfur. Hann segir lögreglumenn hafa bitið á jaxlinn í 30 ár í þeirri von að laun þeirra væru leiðrétt.

Hátt í 30 ára bið eftir uppfyllingu loforðs ríkisvaldsins um laun í samræmi við viðmiðunarstéttir og afsal verkfallsréttar ber merki um gríðarlega þolinmæði. En eins gerist þegar níðst er á auðlindum þá kemur að endalokum og þar erum við lögreglumenn staddir í dag. Þolinmæðin er þrotin,“ skrifar Runólfur.

Hann segir lögreglumenn vænda um að ógna stöðugleuka og verðbólgumarkmiðum með kröfum sínum. „Jú einmitt - leiðrétting launa hjá rúmlega 600 lögreglumönnum mun ógna stöðugleikanum á Íslandi. Ótrúlegt kjaftæði,“ skrifar hann.

Hann bendir á að ríkisvaldið hafi lofað lögreglumönnum að tryggja þeim sömu laun og ákveðnar viðmiðunarstéttir gegn afsali verkfallsréttar. „Hvernig það gerðist að ég skuli vera með lægri grunnlaun en almennur ritari sýnir svart á hvítu að ríkisvaldið hefur ítrekað svikið lögreglumenn og neita jafnframt blákalt að ræða við okkur um sanngjarna launaleiðréttingu.

Ég get tekið því að skjólstæðingar lögreglu ljúgi að mér, hæðist og lítilsvirði því þau flest eru á slæmum stað í sínu lífi en hver skyldi afsökun ráðherra og þingmanna vera?“ skrifar Runólfur.

Svikin loforð um launaleiðréttingu.Lögreglumenn eru seinþreyttir til vandræða. Þeirra vinna felst oftast í málamiðlun,...

Posted by Runólfur Þórhallsson on Wednesday, October 7, 2015
Lögreglumenn við Stjórnarráðið.
Lögreglumenn við Stjórnarráðið. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert