Píratar stærstir í borginni

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata
Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata

Píratar fengju sjö af 23 borgarfulltrúum ef kosið væri nú. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem Viðskiptablaðið birtir í dag. Allir flokkar tapa fylgi fyrir utan Pírata og VG. Mestu tapa Björt framtíða og Framsóknarflokkurinn og flugvallavinir.

Píratar fengju 27,5% atkvæða en fengu 5,9% atkvæða í borgarstjórnarkosningum árið 2014. Samfylkingin fengi 24,7% atkvæða en fékk 31,9% í kosningum.

Framsókn tapar yfir 50% af fylginu á milli ára

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23,4% en fékk 25,7% í kosningum í fyrra. VG fengi 11% samanborið við 8,3% í fyrra og Björt framtíð fengi 8,1% samanborið við 15,6% í síðustu kosningum.

Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir fengju 4,4% atkvæða samkvæmt könnuninni sem unnin er af Gallup fyrir Viðskiptablaðið en fékk 10,7% í kosningunum í fyrra.

Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttu oddviti Framsóknarflokksins og flugvallavina
Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttu oddviti Framsóknarflokksins og flugvallavina Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert