Skráning á Íslandi og í Svíþjóð

Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania Norden.
Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania Norden. mbl.is/Styrmir Kári

Advania hefur vaxið mikið og er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Norðurlanda.

„Við viljum gera skipulagið þannig að það sé skilvirkt og skiljanlegt. Með þessum breytingum erum við að undirbúa að gera félagið vel í stakk búið fyrir skráningu. Það er yfirlýst markmið eigendanna að þeir stefna að skráningu á markað og þá helst tvískráningu. Annars vegar skráningu á Íslandi og hinsvegar í Stokkhólmi. Það hefur ekki verið settur á það tímarammi en það verður svo fljótt sem verða má,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania Norden í samtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Eigendur félagsins eru sænskir og segir Gestur að þekking þeirra og reynsla nýtist vel til að byggja upp öfluga starfsemi á Norðurlöndunum. „Starfsemin hefur vaxið mjög mikið og því er þetta eðlilegur tímapunktur fyrir breytingarnar.“ Tekjur Advania eru 23 milljarðar króna þar sem um helmingur verður til á Íslandi og eru starfsmennirnir orðnir 1.000 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert