Aðeins stakir miðar sem hækka í verði

Eina breytingin sem verður gerð er að stakir miðar fyrir …
Eina breytingin sem verður gerð er að stakir miðar fyrir fullorðna hækka úr 650 krónum í 900 krónur. Árni Sæberg

Það eru aðeins stakir miðar í sund sem munu hækka í verði, ekki fjölmiðakort hjá sundlaugunum í Reykjavík. Þegar talað er um fjölmiðakort er átt við 10 og 20 skipta kort. Auk þess verður ekki hækkað verð á árs- og sex mánaðakortum í sund í Reykjavík.

Tíu miða kort í sund kostar 4.300 krónur fyrir fullorðna og 7.800 krónur 20 skipta kort. Það þýðir að sá sem kaupir 10 miða kort greiðr 430 krónur fyrir sundferðina og sá sem kaupir 20 skipta kort greiðir 390 krónur. Sex mánaða kort kostar 17.100 krónur og árskort kostar 31 þúsund krónur.

Engar breytingar verða gerðar á verði fjölmiðakorta né heldur barnagjöldum. Áfram er ókeypis fyrir aldraða og öryrkja í sund í Reykjavík. 

Eina breytingin sem verður gerð er að stakir miðar fyrir fullorðna hækka úr 650 krónum í 900 krónur.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að sund verði áfram ódýrasta og hugsanlega hollasta líkamsræktin en sundferðin verður nú minna niðurgreidd fyrir þá sem kaupa eitt skipti í einu. „Held að þetta sé ekki vitlaus aðgerð til að auka svolítið tekjur, án þess að hún komi við fjárhag einstaklinga og heimila og reglulega notendur sundlauganna,“ segir Dagur í svari við spurningu blaðamanns. 

Munu rukka 900 krónur í sund

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert