Brá ól um hálsinn og herti að

mbl.is/Eggert

Karlmaður á fertugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið öðrum manni að bana í byrjun mánaðarins skal sæta einangrun á meðan hann er í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um að hafa brugðið ól um háls annars manns og hert að. Maðurinn, sem var á sextugsaldri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans sl. miðvikudag. 

Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Vesturlands, en maðurinn skal sæta varðhaldi til 17. október.              

Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að til árásin hafi átt sér stað á efri hæð húss á Akranesi 2. október. Lögreglu bárust skilaboð frá Neyðarlínu á sjötta tímanum um meðvitundarleysi manns. Fóru lög­reglu­menn strax á vettvang og á leiðinni fengu þeir frekari upplýsingar um að hugsanlega væri um hengingu að ræða. Þegar lögregla kom á staðinn var árásarmaðurinn og vitni á vettvangi. Fram kemur að vitnið hafi verið að beita hjartahnoði á manninum sem var án meðvitundar. Hann var þá ekki með púls og andaði ekki. Þá var hann blóðugur í andliti og byrjaður að blána. Þá tók lögregla yfir lífgunartilraunir.

Skömmu á eftir lögreglu komu sjúkraflutnings­menn, vaktlæknir og hjúkrunarfræðingur á vettvang og yfirtekið lífgunartilraunir. Maðurinn var í framhaldinu fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akranesi, en þar var strax tekin ákvörðun um að flytja hann á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi með sjúkrabifreið.

Hætti þegar hann heyrði sírenur nálgast húsið

Vitnið var á vettvangi, en það sagðist hafa verið inni í herbergi sínu og hafa fyrr um daginn heyrt árásarmanninn og manninn sem lést rífast. Vitnis fór út úr herberginu þegar árásarmaðurinn yfirgaf íbúðina. Vitnið segist hafa heyrt manninn vera að moka úti og þá farið að kanna með hinn manninn, sem lá á grúfu í sófa í stofu íbúðarinnar. Maðurinn hafi verið orðinn blár í framan. 

Vitnið segir að reim hafi verið utan um hálsinn á manninum og belti við hlið hans og að blóð hefði verið á beltinu. Hafi reimin verið bundin utan um háls brotaþola en ekki fest neins staðar. Vitni segir að það hafi hringt í Neyðarlínuna og kallað eftir aðstoð sjúkra­flutninga­manna og lögreglu. Á meðan á símtalinu stóð hefði árásarmaðurinn komið inn aftur, tekið reimina brugðið henni um háls brotaþola og hert að. Vitnið segist hafa reynt að stöðva manninn, sem hafi látið af þessu þegar heyrðist í sírenum lögreglubifreiðar nálgast húsið.

Árásarmaðurinn yfirgaf vettvang á meðan lögregla og sjúkralið var á vettvangi. Hann var hins vegar handtekinn skömmu seinna. Fram kemur, að hann hafi verið áberandi ölvaður við handtöku.

Við skýrslutöku hjá lögreglu neitaði hann sök og sagðist hafa verið að reyna að bjarga lífi mannsins sem lést. 

Nafn mannsins sem lést

Lést á sjúkrahúsi

Fórnarlambið enn þungt haldið

Í gæslu­v­arðhaldi vegna árás­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert