Eftirlit með tanneftirliti

Unnið að rafrænu kerfi til að fylgjast með tannlæknaheimsóknum.
Unnið að rafrænu kerfi til að fylgjast með tannlæknaheimsóknum. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Tæp 85% barna, 3 ára og 8-17 ára, eru með skráðan heimilistannlækni samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands.

Tannlæknaþjónusta fyrir þennan hóp er gjaldfrjáls fyrir utan 2.500 króna komugjald, samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands.

„Ég er mjög ánægð með skráninguna. Í 15 ára aldurshópnum er besta skráningin um 96% sem er mjög gott en hún er minnst í yngstu aldursflokkunum,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Tæpur helmingur 3 ára barna var með skráðan heimilistannlækni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert