Lögregla greinir frá einu útkalli

Lögreglumaður fyrir utan stjórnarráðið í morgun þar sem félagar í …
Lögreglumaður fyrir utan stjórnarráðið í morgun þar sem félagar í SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn kröfðust bættra kjara. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Þau sem lesa reglulega tilkynningar sem berast fjölmiðlum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vita að það er ekki endilega í frásögur færandi að lítið sem ekkert rati í yfirlitið sem berst rétt fyrir hádegi á virkum dögum. 

Í tölvupósti sem barst fjölmiðlum um hálf tólf í dag kom fram að ekkert fréttnæmt sé frá stöð 1 í austurbæ, stöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, stöð 4 í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ og stöð 5 í miðbæ, vesturbæ og á Seltjarnarnesi. 

Frétt mbl.is: „Lögreglustöðin er lokuð í dag“

Þetta er kannski ekki skrýtið ef marka má þann fjölda lögreglumanna sem mætti til vinnu í dag. Lögreglustöðin við Grensásveg var lokuð vegna veikinda og þeim sem þangað sóttu bent á lögreglustöðina við Hverfisgötu.

Svipaða sögu er að segja af stöðinni í Grafar­holti þar sem í það minnsta átta lög­reglu­menn höfðu til­kynnt veik­indi. 

Greint er frá einu útkalli á svæði stöðvar 3, þ.e. Kópavogi og Breiðholti, en ekið var á hjólreiðamann á á gatnamótum Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar. Var hann fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert