Óviðunandi birtingarmynd kjaradeilu

Ólöf Nordal, innnaríkisráðherra, gengur á milli félagsmanna SFR, sjúkraliða og …
Ólöf Nordal, innnaríkisráðherra, gengur á milli félagsmanna SFR, sjúkraliða og lögreglumanna á leið sinni á ríkisstjórnarfund í morgun. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Ég hef mjög auðvitað þungar áhyggjur af því sem hefur verið að gerast hér í dag og í mínum huga er það alveg óviðunandi að birtingamynd kjaradeilu sé sú að menn grípi til aðgerða af þessu tagi,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra aðspurð út í fjar­vist­ir lög­reglu­manna víða um land í dag.

Eins og sagt hefur verið frá í dag hefur nokk­ur fjöldi lög­reglu­manna til­kynnt for­föll vegna veik­inda og er lög­reglu­stöðin við Grens­ás­veg meðal ann­ars lokuð í dag vegna ástands­ins. Fjár­málaráðuneytið tel­ur að for­föll­in séu ólög­mæt­ar verk­fallsaðgerðir lög­reglu­manna til að knýja á um bætt  launa­kjör.

Ólöf væntir þess að lögreglumenn snúi aftur til vinnu og telur að það verði fylgst með framhaldi málsins í ráðuneytinu. „Mér finnst að menn eigi aldrei að grípa til aðgerða sem samræmast ekki lögum. Það er alveg grundvallaforsenda hvort sem það eru kjaraviðræður eða eitthvað annað, að menn fylgi lögum sem eru hér í landinu,“ segir Ólöf en lögreglumenn eru ekki með verkfallsrétt.

„Ég held að menn hér muni fylgjast með framhaldi þessa máls en ég vænti þess að menn snúi aftur til vinnu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert