Raforkan áfram skert

Fiskimjölsverksmiðja HB Granda á Akranesi
Fiskimjölsverksmiðja HB Granda á Akranesi Ljósmynd/HB Grandi

Boðaðri skerðingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja var ekki aflétt, þegar Landsvirkjun tilkynnti nýlega að horfið yrði frá skerðingu á ótryggðri orku og orku til stóriðju. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað (www.svn.is).

„Fiskimjölsverksmiðjurnar virðast vera afgangsstærð í þessu sambandi. Hvar eru nú stjórnvöld sem á sínum tíma hvöttu til rafvæðingar verksmiðjanna af umhverfisástæðum,“ segir í fréttinni.

Þar kemur fram að rafvæðing fiskimjölsverksmiðjanna sé mikilvægt skref í þá átt að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar á sviði loftslagsmála. Fiskimjölsverksmiðjur hófu sumar að auka notkun raforku í stað olíu fyrir um 20 árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert