Sungu Maístjörnuna við stjórnarráðið

Félagar í SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn komu saman utan við stjórnarráðið í morgun fyrir ríkisstjórnarfund, sem þar fer nú fram, til að leggja áherslu á kröfur sínar og til að afhenda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, yfirlýsingu. Söng fólkið meðal annars Maístjörnuna þegar ráðherrar tíndust inn á fundinn.

Verkfall SFR hefst að óbreyttu á fimmtudaginn 15. október í næstu viku. SFR boðaði félagsmenn sína að stjórnarráðinu í morgun til þess að leggja áherslu á kröfur sínar. Blaðamaður mbl.is sem er á staðnum áætlaði að um 300 manns væru fyrir utan stjórnarráðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert