Tíndi seiði og síli af fótboltavellinum

Lundapysja sem var sleppt við Stórhöfða í Vestmannaeyjum.
Lundapysja sem var sleppt við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. mbl.is/Ingvar A. Sigurðsson

Síðdegis í gær höfðu borist 3.557 lundapysjur í vigtun hjá pysjueftirlitinu í Sæheimum í Vestmannaeyjum. Farið er að draga úr pysjustraumnum.

Örn Hilmisson, starfsmaður Sæheima og öryggisstjóri á Hásteinsvelli, þurfti að tína sandsíli og sævesluseiði af vellinum fyrir leik ÍBV og ÍA sl. laugardag.

Lundar höfðu misst þau á völlinn. Þeir bera enn æti í pysjur sínar og því getur sú von ræst að tvöfalt fleiri lundapysjur berist í ár til pysjueftirlitsins en árið 2012 þegar þær voru 1.830, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert