Verkefni Baltasars gæti fært tugi milljarða inn í landið

Baltasar Kormákur leikstjóri sagði í fyrirlestri á vegum AMÍS að …
Baltasar Kormákur leikstjóri sagði í fyrirlestri á vegum AMÍS að mikil tækifæri biðu íslenskrar kvikmyndagerðar á næstu árum. mbl.is/Árni Sæberg

Undirbúningur er vel á veg kominn að kvikmyndinni Víkingr í leikstjórn Baltasars Kormáks.

Hann segist í samtali við Morgunblaðið dreyma um að gera þrjár kvikmyndir í þríleik sem verði að langmestu leyti tekinn upp á Íslandi. Áætlaður kostnaður við að framleiða fyrstu myndina samsvarar 7,5-12,5 milljörðum króna. Kostnaðurinn fari svo stighækkandi í annarri og þriðju myndinni ef verkefnið verður að veruleika.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Baltasar benti á það í fyrirlestri í Reykjavík í gær að kvikmyndagerð ætti umtalsverðan þátt í fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert