Hálsbólga og loppu- og eyrnabrot

Þegar veikindi bera upp á geta skjót og örugg handtök …
Þegar veikindi bera upp á geta skjót og örugg handtök skipt máli og ekki síðra að virkja aðstandendur í meðferðinni. Árni Sæberg

Bangsaspítalinn var opnaður á Barnaspítala Hringsins í dag samkvæmt árlegri venju. Um fimm hundruð bangsar komu ásamt forráðamönnum sínum og fengu bót meina sinna. Einnig verður opið á morgun, sunnudag, frá 10-15 á Barnaspítalanum og tekið á móti fleiri sjúklingum af mýkri gerðinni.

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir er í stjórn Bangsaspítalans. Hún segir tilganginn að baki hugmyndinni tvíþættan: „Bæði er þetta til þess að venja börn við spítalaumhverfið, að þar sé ekkert að óttast og til þess að læknanemar, flestir á fyrsta ári, fái að æfa samskiptafræðina og það að tala við fólk. Þetta er ótrúlega góður hópur fyrir þá að byrja að æfa sig á því þau eru mjög opin og hreinskilin og skemmtilegt að tala við þau.“

Nóg var að gera á móttökunni og verkefnin fjölbreytt. „Það var stríður straumur allan daginn, frá opnun til lokunar. Það er svolítið breytilegt milli ára hvað amar að böngsunum en það voru óvanalega margir með hálsbólgu í dag. Það virðist vera að ganga meðal bangsa en það koma alltaf nokkrir með brot á loppum og eyrnabrot. Alvarlegasta tilfellið var svo einn sem var í hjartastoppi. Hann bjargaðist, því á staðnum var hjartastuðtæki og hann var hnoðaður aftur í gang. Það er enda meginregla á Bangsaspítalanum að allir bangsar fara heilir heim,“ sagði Guðrún Ingibjörg.

Gegnumlýsing með gamla laginu.
Gegnumlýsing með gamla laginu. Árni Sæberg
Forráðamenn sjúkra og slasaðra bangsa gátu einnig fengið að kynnast …
Forráðamenn sjúkra og slasaðra bangsa gátu einnig fengið að kynnast hefðbundnari læknisfræði. Árni Sæberg
Bangsaspítalinn er opnaður árlega nálægt Alþjóðlega bangsadeginum 27. októkber.
Bangsaspítalinn er opnaður árlega nálægt Alþjóðlega bangsadeginum 27. októkber. Árni Sæberg
Ys og þys var á Bangsamóttökunni í dag þegar 500 …
Ys og þys var á Bangsamóttökunni í dag þegar 500 sjúklingar voru inn- og útritaðir. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert