„Mér leiðist að endurtaka mig“

Forstjóri Landspítalans biðlar til viðsemjenda í kjaradeildu Sjúkraliðafélags Íslands og SFR við ríkið að ná saman áður en til verkfallsaðgerða kemur í næstu viku. „Mér leiðist að endurtaka mig [...] Það er nóg komið.“

Þetta kemur fram í pistli sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, skrifar og er birtur á vef sjúkrahússins. 

„Á fimmtudaginn í næstu viku hefst verkfall Sjúkraliðafélags Íslands og SFR, ef ekki semst fyrir þann tíma. Enn verður skerðing á starfsemi spítalans og sjúklingar munu að sjálfsögðu verða þess varir. Mér leiðist að endurtaka mig - en ég biðla enn og aftur til viðsemjenda að ná saman áður en til verkfallsaðgerða kemur. Það er nóg komið,“ skrifar hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert