Opinberum störfum fækkar í Borgarbyggð

Borgarbyggð hefur orðið verst úti í sparnaði ríkisins vegna þess …
Borgarbyggð hefur orðið verst úti í sparnaði ríkisins vegna þess hversu mikið vægi háskólar og framhaldsskóli hafa í atvinnulífinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Störfum á vegum ríkisins á Vesturlandi hefur fækkað um 23 frá árinu 2013 eða sem svarar til 2,7%. Á sama tíma hefur íbúum landshlutans fjölgað um 1,2%.

Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, telur að slagsíða sé á ríkisfjárjöfnuði Vesturlands og virðist hún geta numið allt að 30%, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Vífill hefur tekið saman skýrslu um þróun starfa á vegum ríkisins á Vesturlandi á milli áranna 2013 og 2015. Störfin voru 818 sl. vetur og hafði fækkað um 23 á tveimur árum. Svarar fækkunin til tveggja starfa á hverja 1.000 íbúa. Kemst Vífill að þeirri niðurstöðu að störfin á Vesturlandi séu færri á hvern íbúa en störf á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert