Ráðist á unglinga og kona skorin

Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Myndin er …
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Myndin er úr safni. mbl.is/Júlíus

Fjórar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Kona var skorin á handlegg á þriðja tímanum í nótt í austurborginni og áttunda tímanum í gærkvöldi var ráðist á þrjá 13 ára pilta í Breiðholti.

Í tilkynningu frá lögreglu segir, að um klukkan tvö í nótt hafi verið ilkynnt um líkamsárás í austurborginni, en kona hafði verið skorin á handlegg. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar máls.  Konan var flutt á slysadeild til aðhlynningar.

Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Ráðist var á þrjá 13 ára drengi þar sem þeir voru á heimleið frá félagsmiðstöð.  Lögreglan segir að tveir menn um tvítugt ásamt einni stúlku hafi verði þarna á ferð. Drengirnir náðu að komast frá árásarmönnunum og aftur í félagsmiðstöðina.  Þá segir lögregla að árásarmennirnir hafi verið farnir af vettvangi er lögregla kom.

Þá var maður handtekinn við veitingahús í Austurstræti grunaður um líkamsárás á öðrum tímanum í nótt. Maðurinn réðst á dyravörð.  Hann var vistaður í fanageymslu.

Klukkan 03:41 var maður handtekinn í Bankastræti grunaður um líkamsárás, en hann er sagður hafa ráðist á stúlku. Maðurinn var einnig vistaður í fangageymslu vegna rannsókn málsins

Um hálf ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp og afstungu við Gullinbrú í Grafarvogi. Tjónvaldur var handtekinn skömmu síðar grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert