Aðalmeðferð að nýju 5. nóvember

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði.
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði. mbl.is/ÞÖK

Aðalmeðferð í máli Einars Arnar Adolfssonar og Finns Snæs Guðjónssonar fer fram að nýju í Héraðsdómi Reykjaness fimmtudaginn 5. nóvember. Taka þurfi mál mannanna til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju þar sem sami dómari og úrskurðaði annan þeirra í gæsluvarðhald dæmdi í málinu í héraðsdómi. 

Einar Arnar og Finnur Snær voru dæmdir til sex ára fangelsisvistar í maí á síðasta ári fyrir að smygla hingað til lands 20.225 e-töflum frá Danmörku.

Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði málinu aftur til héraðsdóms 17. september sl. en dómari sem dæmdi í málinu í Héraðsdómi Reykjaness hafði áður úrskurðað annan manninn í gæsluvarðhald vegna málsins.

Röð mistaka í Héraðsdómi Reykjaness varð til þess að taka þarf mál mannanna aftur til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Reiknað er með einum degi í málið og að aðalmeðferðin standi yfir í sex klukkustundir. 

Frétt mbl.is: Röð mistaka í fíkniefnamáli

Ástríður Gríms­dótt­ir, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­ness, úr­sk­urðaði mann­inn í gæslu­v­arðhald árið 2011 vegna máls­ins og felldi síðan dóm í mál­inu í fyrra. Ein­ar Örn og Finn­ur Snær voru dæmd­ir til sex ára fang­elsis­vist­ar 23. maí á síðasta ári fyr­ir að smygla hingað til lands 20.225 e-töfl­um frá Dan­mörku.

Toll­verðir fundu fíkni­efn­in í far­angri Ein­ars Arn­ar þegar hann kom til lands­ins með flugi frá Kaup­manna­höfn 23. ág­úst árið 2011. Þá var hann ekki orðinn 18 ára. Hann fór til Gauta­borg­ar, svo til Kaup­manna­hafn­ar og loks til Amster­dam til að taka á móti efn­un­um.

Frétt mbl.is: Sex ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert