Blómstrandi páskaliljur á Akureyri

Í garði Ute Helma Stelly á Akureyri. Fyrir framan gular …
Í garði Ute Helma Stelly á Akureyri. Fyrir framan gular páskaliljurnar eru sumarblóm, rauðar og appelsínugular Nemesíur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Getur verið að ég hafi sofið af mér veturinn og það sé komið vor? Það væri þá allt í lagi mín vegna!“ sagði Ute Helma Stelly hlæjandi þegar blaðamaður leit við hjá henni í dag. Í garði hennar við Skessugil á Akureyri eru nefnilega blómstrandi páskaliljur. 

Páskaliljur blómstra alla jafna á vorin eða snemmsumars. Knúbbar eru að koma á fleiri í garðinum við Skessugil þannig að blómstrandi páskaliljum fjölgar á næstunni, haldist veðrið bærilegt.

„Ég hef stundum tekið eftir ýmsu undarlegu í garðinum en aldrei áður séð páskaliljur blómstrandi svona seint. Þær hafa stundum blómstrað í febrúar en aldrei um miðjan október," sagði Ute í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert