Fangar afneita beiðni um rauðvín

Fangelsismálastjóri segir að fangi sem afplánar dóm á Kvíabryggju hafi …
Fangelsismálastjóri segir að fangi sem afplánar dóm á Kvíabryggju hafi kvartað yfir því við starfsmann fangelsisins að fá ekki að drekka vín með mat mbl.is/Gunnar

Fangar, sem nú sitja í fangelsinu á Kvíabryggju, vísa því á bug að einhver þeirra hafi óskað eftir að fá að neyta rauðvíns með mat innan veggja fangelsisins.

Frétt mbl.is: Fangar vilja rauðvín með matnum

Morgunblaðinu barst í gær „árétting frá föngum á Kvíabryggju:

Vegna ummæla Páls Winkels fangelsismálastjóra í Morgunblaðinu í gær, laugardaginn 10. október, vilja fangar, sem nú sitja í fangelsinu á Kvíabryggju, taka fram að enginn þeirra hefur óskað eftir að fá að neyta rauðvíns með mat innan veggja fangelsisins.

Fangelsismálayfirvöld hafa auk þess staðfest að engin ósk um rauðvínsneyslu hafi borist embættinu frá neinum fanga sem setið hefur á Kvíabryggju vegna efnahagsbrota frá árinu 2008.

Enginn núverandi fangi á Kvíabryggju hefur orðið vitni að drykkju rauðvíns eða annarra veiga innan fangelsisins.“

Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði að almannatengslafyrirtækið KOM hefði haft samband við sig vegna fréttar Morgunblaðsins á laugardag um þá ósk fanga á Kvíabryggju að geta drukkið rauðvín með mat.

„Ég veit ekki til hvaða fanga KOM er að vísa eða fyrir hverja þeir eru að vinna. Ég get því ekki svarað því hvort þeirra skjólstæðingar hafa beðið um rauðvín með mat eða ekki,“ sagði Páll. Hann sagði að fangi sem afplánaði dóm á Kvíabryggju hefði kvartað yfir því við starfsmenn fangelsisins að fá ekki að drekka rauðvín með mat.

Páll sagði sömu reglur gilda um fanga á Kvíabryggju og annars staðar, án tillits til þess fyrir hvaða brot þeir hefðu fengið dóm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert