Keppast um að veiða á Íslandi

Valgerður ræðir við Ben Fogle, stjórnanda þáttarins.
Valgerður ræðir við Ben Fogle, stjórnanda þáttarins. Skjáskot af Youtube

Ísland var í aðalhlutverki í þættinum Earth’s Wildest Waters – The Big Fish sem frumsýndur var á BBC 2 í gærkvöldi. Eins og nafnið gefur til kynna snýst þátturinn um stangveiðar og er hálfgerður raunveruleikaþáttur. Ben Fogle, sem þekktur er fyrir ævintýralega sjónvarpsþætti á BBC og Channel 5, stjórnar þættinum sem snýst um átta breska stangveiðimenn og ferð þeirra á helstu veiðistaði veraldar. Í þáttunum eru veiðimennirnir prófaðir í öllu því sem þeir vita um veiðar og munu þeir stunda veiðar í sex löndum. Í hverjum þætti dettur einn stangveiðimaður úr keppninni og mun einn standa uppi sem sigurvegari.

Eins og fyrr segir gerist fyrsti þátturinn á Íslandi. Þátttakendurnir keppa sín á milli í íslenskum aðstæðum sem eru framandi fyrir marga þeirra. Dómararnir í þættinum í gær voru Bretinn Matt Hayes og hin íslenska Valgerður Árnadóttir en á heimasíðu þáttarins er henni lýst sem „íslenskum sérfræðingi í veiðum“. 

Fyrsta verkefni stangveiðimannanna var að veiða eins margar fisktegundir úr kajak í íslenskum firði og þeir gátu, á aðeins þremur klukkustundum. Næsta dag þurftu þeir að veiða þorsk á hefðbundinn íslenskan máta og á þeim þriðja var veitt í Þingvallavatni.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.

Íslensk náttúra nýtur sín vel í þættinum.
Íslensk náttúra nýtur sín vel í þættinum. Skjáskot af Youtube
Það viðraði ekki alveg nógu vel við Þingvallavatn.
Það viðraði ekki alveg nógu vel við Þingvallavatn. Skjáskot af Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert