Spáði fjölgun ferðamanna rétt

Vilhjálmur Bjarnason reyndist sannspár um þróun ferðamennskunnar.
Vilhjálmur Bjarnason reyndist sannspár um þróun ferðamennskunnar.

Hefðu stjórnvöld og samtök ferðaþjónustunnar tekið mark á spám Vilhjálms Bjarnasonar árið 2001, hefði hin mikla fjölgun erlendra ferðamanna til landsins ekki þurft að koma þeim jafn mikið á óvart og raun ber vitni.

Fyrir nokkrum dögum greindi Ferðamálastofa frá því að erlendir ferðamenn hingað til landsins væru nú orðnir fleiri en ein milljón á árinu. Þessu spáði Vilhjálmur, þá starfsmaður Þjóðhagsstofnunar, nú alþingismaður, á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir tæpum fimmtán árum.

„Þessu var þokkalega tekið,“ segir Vilhjálmur í Morgunblaðinu í dag. „En hvorki stjórnvöld né ferðaþjónustan gerðu nokkuð með þetta.“ Betur hefði mátt undirbúa ýmislegt sem snýr að mótttöku, dvöl og ferðalögum útlendinga um landið ef menn hefðu notað upplýsingarnar markvisst þegar þær komu fram, segir í blaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert