Veggjaljóð í borginni

Verk eftir CARATOES S á Laugavegi 23 innblásið af hljómsveitinni …
Verk eftir CARATOES S á Laugavegi 23 innblásið af hljómsveitinni Ylju. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Vegfarendur í Reykjavík hafa eflaust tekið eftir fjölmörgum nýjum veggjalistaverkum í miðborginni. Um er að ræða samstarfsverkefni Iceland Airwaves og listamiðstöðarinnar Urban Nation Berlin þar sem tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni fóru í samstarf við listamenn og létu þá fá texta, lag eða ljóð sem þeir áttu svo að túlka í vegglistaverki. 

Verkefnið nefnist Wall Poetry, eða veggjaljóð. Samkvæmt frétt á vefsíðu Iceland Airwaves segir að sýningarstjórinn, Yasha Young frá Urban Nation Berlin hafi viljað tengja saman sköpunarkraft fólks víðs vegar að úr heiminum. Henny María Frímannsdóttir frá Iceland Airwaves sá um að velja tónlistarfólk sem spilar á Iceland Airwaves 2015 sem var svo parað saman við alþjóðlega götulistamenn sem Young valdi. 

Á meðal þeirra tónlistarmanna eða hljómsveita sem veittu listamönnunum innblástur við veggjalist sína voru Úlfur Úlfur, John Grant, Gus Gus, Mercury Rev og Gísli Pálmi. 

Flestöll listaverkin eru nú tilbúin og ljá miðborginni skemmtilegan blæ. 

Iceland Airwaves hátíðin á sér stað 4- 8 nóvember. 

Verk í mótun eftir Ugly Brothers við hlið Nasa en …
Verk í mótun eftir Ugly Brothers við hlið Nasa en það er innblásið af texta eftir rapparann Gísla Pálma. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson
Verk eftir DFACE á Laugavegi 66 innblásið af Agent Fresco …
Verk eftir DFACE á Laugavegi 66 innblásið af Agent Fresco og Laxdælu. mbl.is/ Eggert Jóhannesson
Verk eftir TELMOMIEL á Hólmaslóð 2 innblásið af bandarísku rokksveitinni …
Verk eftir TELMOMIEL á Hólmaslóð 2 innblásið af bandarísku rokksveitinni Mercury Rev. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson
Verk eftir TANKPETROL á Grandagarði 14 innblásið af Gus Gus.
Verk eftir TANKPETROL á Grandagarði 14 innblásið af Gus Gus. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson
Verk eftir ELLE í Smekkleysuhúsinu á Laugavegi 35 innblásið af …
Verk eftir ELLE í Smekkleysuhúsinu á Laugavegi 35 innblásið af sveitinni Úlfur Úlfur. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson
Verk eftir LI HILL hjá Gamla bíó innblásið af John …
Verk eftir LI HILL hjá Gamla bíó innblásið af John Grant. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson
Verk eftir ERNEST ZACHAREVIC á Hverfisgötu 42 innblásið af hljómsveitinni …
Verk eftir ERNEST ZACHAREVIC á Hverfisgötu 42 innblásið af hljómsveitinni Diktu. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson
Verk eftri DEIH XLF á Norðurstíg, innblásið af rafsveitinni VÖK.
Verk eftri DEIH XLF á Norðurstíg, innblásið af rafsveitinni VÖK. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson
Verk eftir EVOCA 1 á Sjávarútvegsráðuneytinu á Skúlagötu 4 innblásið …
Verk eftir EVOCA 1 á Sjávarútvegsráðuneytinu á Skúlagötu 4 innblásið af R&B sveitinni Saun & Starr frá New York. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert