Drónaflug í þéttbýli verði bannað

Dróna flogið við Höfða.
Dróna flogið við Höfða.

Lagt er bann við flugi dróna yfir þéttbýli, ferðamannastaði, fjöldasamkomur og við opinberar byggingar, samkvæmt drögum að reglugerð um þetta efni sem innanríkisráðuneytið kynnti í gær.

Verði reglugerðardrögin staðfest í núverandi mynd verður óheimilt að fljúga dróna nema í 1,5 kílómetra fjarlægð utan flugvallar. Þá má loftfarið hæst fara í 120 metra og aldrei úr augnsýn stjórnanda.

Leyfi þarf hjá Samgöngustofu fyrir flygildinu vegi það meira en 30 kíló eða ef það er, óháð þyngd, notað í atvinnuskyni. Undanþegin regluverki eru loftför sem framleidd eru sem leikföng til nota fyrir börn undir 14 ára aldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert