Ingó stalst í sund í Eyjum

Mennirnir sjö vildu fara í heita pottinn. Myndin tengist fréttinni …
Mennirnir sjö vildu fara í heita pottinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Sigurður Bogi Sævarsson

Sjö karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa í heimildarleysi og óleyfi farið yfir girðingu við sundlaugina í Vestmannaeyjum í apríl á síðasta ári og hafst þar við í nokkra stund, meðal annars farið ofan í heitan pott. Einn mannanna er Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó Veðurguð.

Sex þeirra ákærðu eru skráðir til heimilis í Vestmannaeyjum. Þeir eru á aldrinum 22 ára til 27 ára. 

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands síðastliðinn fimmtudag. Enginn þeirra sem ákærðir eru í málinu mættu og höfðu þeir ekki boðað forföll.

Mennirnir sjö eru ákærðir fyrir húsbrot, eða með því að hafa að aðfaranótt sunnudagsins 20. apríl 2014 klifrað í heimildarleysi og óleyfi yfir girðingu umhverfis sundlaugarsvæðið við Íþróttamiðstöðina við Brimhólabraut í Vestmannaeyjum og hafst þar við í nokkkra stund, meðal annar farið ofan í heitan pott, líkt og kemur fram í ákæru.

Teljast brot mannanna varða við 231. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert