Máli Annþórs og Barkar frestað

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is

Búið er að fresta aðalmeðferð í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, sem ákærðir eru fyrir að hafa valdið dauða samfanga síns í maí árið 2012. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari í samtali við mbl.is.

Helgi segir að vandræðagangur hafi verið að fá erlend vitni til landsins á sama tíma fyrir réttarhöldin, en í málinu voru erlendir yfirmatsmenn fengnir til að fara yfir réttarkrufning og matsgerð tveggja sálfræðinga.

Aðalmeðferðin átti að fara fram á frá fimmtudeginum í þessari viku fram á laugardag í héraðsdómi Suðurlands. Ekki hefur verið fundin ný dagsetning fyrir réttarhöldin, en Helgi segir að líklega verði þau í desember eða janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert