Missti augað en er byrjuð að mala

Branda var einn þeirra 50 katta sem Matvælastofnun lagði hald á í iðnaðarhúsnæði í síðustu viku. Hún fór til dýralæknis í dag en sýking sem hún var með í auga var það slæm að ekki var hægt annað en að fjarlægja það. Hún er þó eins og hinir kettirnir við betri heilsu og er farin að mala.

Dýrahjálp Íslands tók að sér 30 ketti og hefur komið þeim á tímabundin fósturheimili og í dag voru tveir þeirra í geldingu, bólusetningu og örmerkingu hjá dýraspítalanum í Garðabæ og mbl.is fylgdist með. 

Dýrahjálp óskar eftir stuðningi við samtökin vegna verkefnisins en nánari upplýsingar er að finna á vef samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert