Safna fyrir leiðinni á EM

Skjáskot

„Þetta er tæpt en við ætlum að reyna að keyra á þetta eftir fremsta megni,“ segir Sævar Guðmundsson í samtali við mbl.is en hann er annar framleiðandi heimildarmyndarinnar Leiðin okkar á EM um aðdraganda þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur tryggt sér sæti á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári. Meðframleiðandi hans er sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason.

„Við höfum í rúmt ár tekið tugi klukkustunda af myndefni í kringum hina ótrúlegu vegferð landsliðsins í knattspyrnu úr miklu návígi. Úr búningsklefum, sjúkraherbergjum, af liðsfundum, rútu fyrir leiki og æfingar og svo framvegis. Myndefni sem hvergi mun birtast nema í þessari heimildarmynd. Þetta eru einstakar heimildir um sögulegt íþróttaafrek.“

Söfnun hefur staðið yfir á Karolinafund vegna heimildamyndarinnar og er tæpur hálfur sólarhringur þar til henni lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert