Slysalaus umferðaróhöpp

Það borgar sig að fara varlega í umferðinni þegar fer …
Það borgar sig að fara varlega í umferðinni þegar fer að skyggja

Ekið var á unga stúlku á reiðhjóli í Grafarvoginum í gær en bifreiðinni var ekið rólega og stúlkan virðist hafa sloppið ómeidd, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Stúlkan var að hjóla af gangstétt og yfir á gangbraut en aðstæður slíkar að ökumaður bifreiðarinnar sá ekki stúlkuna fyrr en of seint. Þó stúlkan hafi hjólað á réttum stöðum er mikilvægt að brýnt sé fyrir börnum(og sumum fullorðnum) að full þörf sé á að vera meðvitaður um nánasta umhverfi til að forðast óhöpp, að sögn lögreglu.

Um áttaleytið í gærkvöldi barst tilkynning um að skráningarmerkjalaust torfæruhjól væri ekið ógætilega utan vega og á gangstéttum í Hafnarfirði.

Á sama tíma varð tveggja bíla árekstur í Grafarvogi. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir óhappið en hvorugur ökumaðurinn slasaðist. Báðir voru með bílbelti spennt sem hefur líklega hjálpað.

Að sögn lögreglu voru tildrög slyssins þau að annarri bifreiðinni var ekið gegn biðskyldu og í veg fyrir hina bifreiðina. Slæmt skyggni var og og virðist sem ökumaðurinn sem braut gegn biðskyldunni hafi ekki séð hina bifreiðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert