Vilja skýrslu um áhrif hvalveiða

Lögð hefur verið fram ósk um það á Alþingi að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flytji þinginu skýrslu um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. Þingmennirnir vilja meðal annars upplýsingar um diplómatískar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og mat á stefnu Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, gegn alþjóðlegri verslun með dýr í útrýmingarhættu.

Ennfremur er til að mynda óskað eftir því að í skýrslunni „verði birtur listi yfir öll þau ríki heims sem hafa opinberlega mótmælt veiðum á hrefnu og langreyði við Ísland og fjallað verði um utanríkispólitíska hagsmuni Íslands í þessu sambandi Jafnframt verði lagt mat á hvort einhverjar vísbendingar séu um að banni CITES-samingsins við alþjóðlegri verslun með langreyðarkjöt verði aflétt í fyrirsjáanlegri framtíð.“

Sömuleiðis vilja þingmennirnir mat á því „hvort alþjóðleg verslun Íslands með hvalaafurðir hafi haft áhrif á sölu og markaðssetningu íslenskra gæðamatvæla í verslunum erlendis,“ sem og mat á því „hvort orðspor Íslands í ríkjum sem eru aðilar að CITES-samningnum hafi skaðast vegna alþjóðlegrar verslunar með hvalaafurðir“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert