Innkalla pistasíur vegna gruns um salmonellu

H-Berg ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis ákveðið að innkalla frá neytendum pistasíukjarna þar sem að aflatoxin eitur myglusvepp) mældist yfir viðmiðunarmörkum og grunur er um salmonellu í ákveðnum lotum.

Tilkynning barst í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: H-Berg
Vöruheiti: Pistasíukjarnar
Strikanúmer: 5694110033468
Umbúðir: Plast
Nettómagn: 100 g
Best fyrir: 06/16, 07/16, 08/16

Dreifing: Verslanir Bónus, Fjarðarkaup, Melabúðinni, verslanir Víðis, Miðbúðinni og verslanir Iceland

Neytendur sem hafa keypt vöruna eru vinsamlega beðnir um að skila henni í verslunina þar sem hún var keypt eða farga henni, segir í tilkynningu frá H-Berg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert