Siglufjarðarsyrpa Ragnars öll gefin út í Bretlandi

Ragnar Jónasson
Ragnar Jónasson Sigurjón Ragnar

Breska bókaforlagið Orenda Books hefur fest kaup á þremur spennusögum Ragnars Jónassonar, Myrknætti, Rofi og Andköfum, en þar með hefur forlagið eignast útgáfurétt í Bretlandi á öllum fimm bókum í Siglufjarðarsyrpu Ragnars. Gengið var frá kaupunum á bókamessunni í Frankfurt í dag en sýningin hófst í gær.

Fyrsta bókin í syrpunni, Snjóblinda, kom út á ensku í vor og náði efsta sæti á metsölulista Amazon yfir rafbækur, bæði í Bretlandi og Ástralíu. Önnur bókin, Náttblinda, er væntanleg á ensku fyrir jólin.

Útgáfuréttur að Snjóblindu var fyrr á árinu seldur til bandaríska risaforlagsins St. Martin’s Press og þá kom Snjóblinda jafnframt út á dögunum í Póllandi. 

Ný spennubók eftir Ragnar, Dimma, kemur út hjá Veröld í október, en þar er hann á nýjum slóðum og hefur sagt skilið við Siglufjörð í bili, segir í tilkynningu frá Veröld sem gefur út bækur Ragnars á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert