Hofsjökull stækkar á ný eftir margra ára hnignun

Suðausturhluti Hofsjökuls. Mynd tekin úr UAVSAR-flugvél NASA í júní 2012.
Suðausturhluti Hofsjökuls. Mynd tekin úr UAVSAR-flugvél NASA í júní 2012. Ljósmynd/NASA/Brent Minchew

„Það er að bætast á jökulinn í fyrsta skipti síðan 1994,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur í jöklarannsóknum hjá Veðurstofu Íslands.

Mælingar sýna að Hofsjökull hafi bætt við sig ígildi 0,5-1 metra vatnslags á síðasta jökulári, en miðað er við september til september.

„Jákvæð afkoma eins og þessi kemur til af því að veturinn var kaldur og það snjóaði mikið í jöklana ásamt því að síðasta sumar var fremur svalt,“ segir Þorsteinn. Hann segir að leysingar og afrennsli af jöklunum stjórnist fyrst og fremst af sumarhitanum og þegar sumarið sé svalt í kjölfar úrkomumikils vetrar sé ekki við öðru að búast en að jöklarnir bæti við sig með þessum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert