Átta tímar laði konur að

Alcoa hyggst ráða tugi starfsmanna á breyttum vöktum.
Alcoa hyggst ráða tugi starfsmanna á breyttum vöktum. mbl.is/Þorvaldur

Alcoa Fjarðaál mun á næstunni ráða tugi starfsmanna, flesta í framleiðslu, en einnig til þess að sinna iðnaðarstörfum.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir að ástæðan fyrir ráðningunum sé vaktabreytingar í takt við nýja kjarasamninga. Verður nú unnið á átta klukkustunda vöktum í stað tólf áður. „Við erum að fjölga vaktahópunum. Í stað þess að keyra á fjórum vöktum munum við keyra á fimm,“ segir Dagmar.

Á álverssvæðinu starfa um 900 starfsmenn þegar verktakar eru taldir með. Hjá Alcoa starfa hins vegar um 470 manns. Að sögn hennar er ekki gert ráð fyrir aukalegum kostnaði vegna ráðninganna þegar til lengri tíma er litið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert