Hálkublettir á Norðausturlandi

Öxnadalsheiði
Öxnadalsheiði Sigurður Bogi

Hálkublettir eru á Hrafnseyrar- og Gemlufallsheiði, á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Hálkublettir eru í kringum Mývatn og á Möðrudalsöræfum og hálka á Mývatnsöræfum. Hálkublettir eru á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs.

Annars eru allar helstu leiðir á landinu greiðfærar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

„Úrkomusvæði nálgast úr suðvestri og frá því kemur til með að snjóa á hærri fjallvegum, en krapi og bleytusnjór ofan um 200-300 m. Fyrst á Hellisheiði og Mosfellsheiði fljótlega eftir að birtir og víðast á landinu um og eftir hádegi. Suðvestanlands hlýnar hins vegar og  hlánar síðdegis,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegna verkfalls SFR-stéttarfélags mun verða nokkur röskun á starfsemi Vegagerðarinnar. Afgreiðslur og skrifstofur Vegagerðarinnar um land allt verða lokaðar. Símsvörun verður í lágmarki þ.m.t. upplýsingaþjónusta Vegagerðarinnar. Uppfærsla á vef Vegagerðarinnar mun raskast og skráning á færð gæti seinkað.

Verkfall er boðað:

Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 19. október til miðnættis þriðjudagsins 20. október 2015 (tveir sólarhringar).

Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 29. október til miðnættis föstudagsins 30. október 2015 (tveir sólarhringar).

Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. nóvember til miðnættis þriðjudagsins 3. nóvember 2015 (tveir sólarhringar).

Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 12. nóvember til miðnættis föstudagsins 13.nóvember 2015 (tveir sólarhringar).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert