Aðdragandinn kom á óvart

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, á fundinum.
Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, á fundinum. mbl.is/Guðmundur Karl

„Allir þeir sem gefa kost á sér til einhverra starfa, hvort sem það er í stjórnmálaflokki eða öðrum félagasamtökum, geta aldrei gengið út frá því vísu að þeir séu hinir einu sem það gera,“ segir Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, í samtali við mbl.is, en landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fer nú fram á Selfossi um helgina.

Talsverð umræða hefur átt sér stað að undanförnu um hugsanlegt framboð Daníels Hauks Arnarssonar, starfsmanns Vinstri grænna, í embætti varaformanns flokksins. Hann hefur hins vegar ákveðið að gefa ekki kost á sér.

Björn Valur segir það bæði eðlilegt og jákvætt að fólk sýni embættinu áhuga - slíkt sé merki um þá grósku sem finna má í starfi hreyfingarinnar.

„Því er þó ekki að leyna að þetta ber að með fremur undarlegum hætti, þ.e.a.s. með undirskriftarlista,“ segir Björn Valur, en send var út áskorun á Daníel Hauk að bjóða sig fram fram til embættis varaformanns og var hún undirrituð af 74 áhrifamönnum innan flokksins. 

„Því eigum við ekki að venjast og kom þessi aðdragangi mörgum á óvart,“ segir hann.

Spurður hvort hann eigi von á mótframboði frá einhverjum öðrum á fundinum kveður Björn Valur nei við. „Ég hef a.m.k. ekki heyrt af því.“

Fyrri fréttir mbl.is:

Fer ekki gegn formanninum

Munu gegna „sögulegu hlutverki“

Forgangsraða í þágu hinna ríku

„Við erum aflögufær þjóð“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert